Um okkur

Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.

 

 

Tilgangur félagsins er að stuðla að vitundarvakningu og fræðslu um málefni kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, þar með talið áskoranirnar sem þessi hópur mætir ásamt framlagi þeirra til samfélagsins. Markmið félagsins er að auka skilning og meðvitund í garð kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.

 

Félagið heldur viðburði líkt og pallborðsumræður og ráðstefnur ásamt því að taka þátt í öðrum verkefnum þar sem markmiðið er að skapa vettvang til að raddir kvenna af erlendum uppruna fái að heyrast í samfélaginu.


Viðburðir hafa verið haldnir árlega frá stofnun félagsins árið 2018.