Stofnendur

Með jafnrétti að leiðarljósi vilja stofnendur samtakanna nota forréttindastöðu sína og skapa vettvang fyrir konur af erlendum uppruna til þess að deila með samfélaginu veruleika þeirra og greina frá málefnum sem þarfnast úrbóta og verða íslensku samfélagi öllu til hagsbóta. Með því að nýta þekkingu og reynslu svo stórs hóps betur í samfélaginu skilar það þeim og fjölskyldum þeirra aukinni hagsæld -  sem skilar sér svo aftur út í samfélagið.

 


 

 

Chanel Björk Sturludóttir

Stofnandi

Chanel Björk Sturludóttir er baráttukona fyrir jafnrétti þeirra sem eru af erlendum uppruna á Íslandi. Chanel lauk BA-prófi í Alþjóðlegri fjölmiðla- og samskiptafræði við Háskólann í Nottingham í Englandi, þar sem áhugi hennar á kynja- og kynþáttahugmyndum samfélagsins kviknaði. Eftir námið hóf Chanel störf sem framleiðandi innan auglýsingabransans á Íslandi. Fyrir utan sitt daglega starf sem framleiðandi hefur Chanel unnið að ýmsum verkefnum tengdum fjölmenningu á Íslandi, þar á meðal útvarpsþættina Íslenska mannflóran á Rás 1 sem eru viðtalsþættir við blandaða Íslendinga - nú aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Elínborg Kolbeinsdóttir

Stofnandi

Elínborg Kolbeinsdóttir starfar sem verkefnastjóri á Félagsvísindasviði við Háskóla Íslands. Elínborg útskrifaðist með MA í mannréttindum og lýðræðisþróun frá European Inter-University Centre for Human Rights and Democratisation árið 2018 og BA í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2017. Elínborg er mikill mannréttindasinni og þá sérstaklega í málefnum tengdum fjölmenningu og kynjajafnrétti. Hún hefur aflað sér þekkingar í gegnum nám sitt ásamt starfi og sjálfboðavinnu hjá UN Women á Íslandi, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands. Þar hefur hún meðal annars séð um fræðslu, fjáröflun og skipulagningu viðburða og verkefna.