RÁÐSTEFNA UM HEILSU KVENNA
AF ERLENDUM UPPRUNA

2.10.2021

Þátttakendur

Najmo Fiyasko

Najmo Fiyasko er sómalísk kvenréttindakona sem býr á Íslandi. Hún upplifði nauðungarhjónaband og limlestingu á kynfærum kvenna (FGM) þegar hún var barn. Najmo rekur nú góðgerðarstarf sem heitir MID SHOW, félagasamtök sem starfa nú á Íslandi og í Sómalíu. Markmið samtakanna er að skapa vettvang fyrir raddir kvenna og sýnileika í fjölmiðlum með því að segja sögur þeirra, varpa ljósi á dulin kynjamál, stuðla að jafnrétti, berjast gegn kynbundnu ofbeldi og vinna með konum.

Alma Belem Serrato

Alma Belem Serrato er fædd og uppalin í Mexíkó. Hún sérhæfir sig í að sinna innflytjendum og flóttafólki. Alma er með MA gráðu í klínískri sálfræði sem og meistaragráðu í hugrænni sálfræði. Hún hefur einnig diplómagráðu í atferlisgreiningu. Hún hefur einnig setið mörg endurmenntunarnámskeið, til dæmis við hugrænni meðferð kvíða, félagsfælni, sorgar og áfalla. Hún hefur starfsreynslu úr skólastarfi og heilsugæslustöðvum í Mexíkó og Evrópulöndum. Hún vann á Kvíðameðferðarstöðinni, rak síðan eigin stofu sem sálfræðingur og starfar nú hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka. Fjölmenning er mikill partur af fjölskyldulífi Alma og tvímenning hluti af uppeldi dóttur hennar.

Nichole Leigh Mosty

Nichole Leigh Mosty eru upprunalega frá Bandaríkjunum og starfar sem forstöðumaður Fjölmenningaseturs ásamt því að vera forkona Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Hún er með B.Ed í leikskólakennarafræði og M.Ed í kennslu og menntunarfræði. Nichole hefur búið á Íslandi í rétt yfir tuttugu ár, hún er gift íslenskum manni og á tvö yndisleg tvítyngd börn. 

Jade Alejandra

Jade Alejandra er stofnandi og forstöðumaður The Sila II Act, sem er rými sem gerir henni kleift að rannsaka sjálfstæða listsköpun sína, rytmíska aðferð og sjálfbæra vistfræðilega listfræðslu. Hún ólst upp í Skotlandi og flutti síðan til Mexíkó, heimalands síns. Hún bjó í Vín frá 2006 til 2015 og er nú með aðsetur í Reykjavík. Fjölmenningarlegur bakgrunnur Jade og upplifun hennar af því að vera innflytjandi í ólíkum löndum hefur litað sjálfsmynd hennar sem kona, móðir og listakona. Hún hefur unnið að eigin framleiðslu í leikhúsum eins og Lalish Theatre Labor, Interkulturelles Theatre, Alte Schmiede, MuTh Theater í Austurríki, Tjarnabíó og Gamla bíó á Íslandi og í Þjóðleikhúsi Grænlands.

 

Nurashima Abdul Rashid

Nurashima Abdul Rashid er leikskólakennari og móðir tveggja stúlkna. Hún er frá Singapúr en er af kínverskum, búgískum, malaískum og japönskum uppruna. Nura stundaði nám í Michigan í Bandaríkjunum áður en hún kom til Íslands og hefur búið hér síðastliðin 25 ár. Hún lifði af krabbamein sem hún greindist með fyrir 10 árum. Hún hefur verið sjálfboðaliði hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, W.O.M.E.N á Íslandi og Krafti - Stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur verið með krabbamein og brennur fyrir að auka umræðu og þjónustu fyrir einstaklinga af erlendum uppruna sem greinast með krabbamein.

 

Karolina Maziarz

Karolina Maziarz hefur búið á Íslandi í fimm ár en er upphaflega frá Gdańsk í Póllandi. Hún er með BSc í sjúkraliðafræði og hefur starfað við fagið í næstum 10 ár. Á Íslandi getur hún ekki starfað sem sjúkraliði, en hún er í góðri vinnu og hefur kynnst yndislegu fólki. Hún leggur sitt að mörkum með því að vera meðlimur í Björgunarsveit Suðurnesja auk þess að skipuleggja skyndihjálparnámskeið fyrir pólska samfélagið. Hún elskar að eyða tíma úti til að kynnast fegurð Íslands á sem virkasta hátt.

Edythe L Mangindin

Edythe L. Mangindin, RN, RM, Msc er doktorsnemi í ljósmóðurfræði hjá Háskóla Íslands. Hún er fædd og uppalin í San Francisco, Kaliforníu en foreldrarnir hennar eru af filippseyskum uppruna. Árið 2009 flutti hún til Íslands. Hennar eigin reynsla af því að vera erlend kona sem þurfti barneignarþjónustu að halda veitti henni innblástur til að verða ljósmóðir. Rannsóknir hennar og áhugasvið fela í sér upplifun erlendra kvenna, virðingaverða umönnun, sjálfræði kvenna við ákvarðanatöku, upplýst val, mismunun í fæðingaþjónustu, samtvinnun mismunabreyta og menningarnæmni heilbrigðisþjónustu.

Edythe starfar sem ljósmóðir á Landspítala og kennir ljósmæðranemum um menningarnæma barneignarþjónustu. Hún situr í ritnefnd Ljómæðrablaðsins auk þess að bjóða upp á fæðingarfræðslu fyrir enskumælandi verðandi foreldra.

 

 

Flora Tietgen

Flora Tietgen er fædd og uppalin í Þýskalandi og hefur búið á Íslandi síðstaliðin fjögur ár. Hún er doktorsnemi við deild menntunar- og margbreytileika í Háskóla Íslands. Flora er hluti af rannsóknarverkefni um reynslu af ofbeldi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og rannsóknaráhersla hennar beinist að reynslu af ofbeldi í nánum samböndum. Jafnframt er hún yfirmaður stjórnar UMBRAL samtaka fyrir ungt fólk í fjölmenningu.

 

Randi W. Stebbins

Randi W. Stebbins er upphaflega frá Bandaríkjunum, þar sem hún starfaði sem lögmaður við að hjálpa óskráðum fórnarlömbum ofbeldis í gegnum innflytjendakerfið. Frá því að  hún flutti til Ísland árið 2014, hefur hún verið virk í innflytjendasamfélaginu sem jafningjaráðgjafi hjá W.O.M.E.N., sem einn af stofnendum Ós Pressunnar, sem fyrirlesari og sem rithöfundur. Rannsóknarverkefnið sem hún stendur að um ofbeldi í nánum samböndum gagnvart konum af erlendum uppruna gerir Randi kleift að styðjast við lagalegan bakgrunn sinn og reynslu sína sem kona af erlendum uppruna á Íslandi. Hún er einnig forstöðumaður Ritvers Háskóla Íslands.

 

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir starfar sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún er menntaður bókmenntafræðingur og hefur gefið út bók með femínískum ævintýrum úr íslenska þjóðsagnaarfinum. Brynhildur er formaður Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi og gjaldkeri Fræðagarðs, stéttarfélags háskólamenntaðra.

 

Shantaye Brown

Shantaye Brown er höfundur, markaðsstjóri fyrir Erlendur Magazine, varamaður í stjórn W.O.M.E.N og módel. Hún er fædd og uppalin á Jamaíka en hefur búið búið á Íslandi í þrjú ár og síðan þá tekið þátt í ýmsum verkefnum sem miða að því að sigrast á mótlæti. Hún hefur mikinn áhuga á að hafa jákvæð áhrif á líf annarra sem hefur leitt hana til að taka þátt í málefnum sem hvetja til sjálfsvinnu og uppbyggingu. Slík viðleitni felur í sér að deila sinni eigin reynslu í gegnum Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Hún hefur einnig skrifað ýmis rit um aðlögun að íslenskri menningu sem innflytjandi.

 

Imane Errajea

Imane Errajea er upphaflega frá borginni Casablanca í Marokkó. Hún vinnur hjá Asetur sem túlkur, aðallega innan heilbrigðisgeirans, og þá fyrst og fremst með konum af arabískum uppruna. Jafnframt starfar hún sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum auk þess að vera stjórnarmaður í Stelpur rokka! Imane hefur varið tíma sínum til að styðja við samfélög sem skortir aðgang að úrræðum og hefur kynnt sér algeng vandamál sem þau standa frammi fyrir. Hún mun brátt setja af stað verkefni sitt sem kallast RISE people of color sem snýst um þátttöku og fjölmenningarlegan lærdóm, en það snýr meðal annars að því að bjóða upp á vinnustofur fyrir litaðar konur um réttindi sín í íslensku samfélagi, deila reynslu sinni í öruggu umhverfi og byggja upp stuðningskerfi kvenna sem hjálpa konum.

 

Logan Lee Sigurðsson

Logan Lee Sigurðsson er af bandarískum uppruna sem kallar Ísland heima. Hún er með tvær BS gráður, eina í asískum fræðum og aðra um frið og félagslegt réttlæti ásamt meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Logan hefur sjálf upplifað mansal og hefur rannsakað og unnið að málum tengdum mansali í næstum 7 ár í Bandaríkjunum, Mexíkó, Japan og nú Íslandi. Logan stýrir einu samtökum Íslands sem vinna gegn mansali, Stop the Traffik: Iceland, sem vinnur að því að berjast gegn mansali hér á landi með því að stunda rannsóknir, hagsmunabaráttu og stuðla að aukinni vitundavakningu.

 

Styrktar- og stuðningsaðilar:
Jafnréttissjóður Íslands
Borgarleikhúsið